RÚV
9. okt, 2012

RÚV

Sigmar Guðmundsson ræðir við okkur Reimar Pétursson um stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs skömmu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012. Val RÚV á viðmælanda mínum vakti svolitla athygli þar eð Reimar var þá lögmaður Jóns Steinars Gunnlaugssonar í meiðyrðamáli sem hæstaréttardómarinn hafði höfðað gegn mér og koltapaði á báðum dómstigum. Var þá lögð til svofelld regla: Nú tapar hæstaréttardómari í Hæstarétti máli sem hann hefur höfðað gegn óbreyttum borgara og skal þá sigurvegarinn taka sæti dómarans í Hæstarétti. 🙂